Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9. október 2024

Fellibylurinn Milton skellur á vesturströnd Flórída í kvöld og milljónir íbúa hafa yfirgefið heimili sín. Fellibylurinn Helena, sem gekk þar yfir fyrir tveimur vikum, var svipaður styrk og þá fórust minnst 220.

Það gengur ekki minnsti og veikasti stjórnarflokkurinn ráði ferðinni í stjórnarsamstarfinu, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað og ekki lengra, segir hann um samstarfið. Formaður Vinstri grænna hvetur sitt fólk til dáða.

Hætt er við halli ríkissjóðs verði enn meiri en 41 milljarður sem lagt er upp með í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífisins telja líklegt tekjur næsta árs séu ofmetnar.

94 sjúklingar liggja á göngum Landspítalans því ekki er pláss fyrir þá annars staðar. Á spítalanum eru 84 sem ekki er hægt útskrifa því þeir þyrftu leggjast inn á hjúkrunarheimili sem ekki eru til.

Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til Danmerkur lýkur formlega í dag. Viljayfirlýsing um aukna samvinnu Íslendinga og Dana var undirrituð í heimsókninni.

Fundað er hjá ríkissáttasemjara í dag í deilu kennara við ríki og sveitarfélög og líka vegna kjaraviðræðna lækna við ríkið. Formaður Læknafélags Íslands telur dregið geti til tíðinda.

Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu fagna því það sem þau kalla fljótandi hótel eigi frá áramótum borga toll af matvörum og olíu sem þau kaupa hér. Leiðangursskip sem sigla með ferðamenn umhverfis landið missa óbreyttu tollfrelsi sitt um áramót.

Frumflutt

9. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,