ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30.september 2023

Það er ekki tilefni til að endurskoða áform um borgarlínu þótt kostnaður við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafi hækkað, segir þingmaður Vinstri grænna. Þörfin fyrir góðar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé brýn.

Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir neyðarástandi vegna úrhellis og flóða. Það rigndi jafn mikið á nokkrum klukkustundum og gerir að jafnaði á einum mánuði. Holræsakerfi borgarinnar höfðu ekki undan.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi á efnistöku í Hörgá í Eyjafirði. Fullnaðarsigur segir formaður náttúruverndarsamtaka. Hann telur úrskurðinn vera fordæmisgefandi.

Talið er líklegast að flokkur Róberts Fítsjó verði sigurvegari kosninganna í Slóvakíu í dag. Komist hann til valda er búist við að Slóvakar dragi úr stuðningi við Úkraínu.

Nýr björgunarbátur verður vígður á Flateyri í dag. Formaður björgunarsveitarinnar í bænum segir að báturinn eigi eftir að gegna mikilvægu öryggishlutverki, og tryggja aðgengi að bænum.

Niðurstöður nýrrar svefnrannsóknar sem gerð var hér á landi sýna að börn í ofþyngd eru allt að fjórum sinnum líklegri til að þjást af kæfisvefni en önnur börn.

Faraldur veggjalúsa í lestarkerfi Parísar hafa valdið miklum usla í borginni. Ferðamenn hafa birt myndbönd sem sýna skordýr í almenningssamgöngum borgararinnar.

Frumflutt

30. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,