Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. október 2024

Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður VG telur félagsmálaráherra hafi gert rétt þegar hann hringdi í ríkislögreglustjóra nóttina sem flytja átti Yazan Tamimi og foreldra hans úr landi. Formaður Framsóknarflokksins segir það óheppilega stjórnsýslu.

Átökum í Miðausturlöndum linnir ekki nema alþjóðasamfélagið hætti selja Ísraelum vopn. Minnst fimmtíu voru drepin í árásum Ísraels á Líbanon og Gaza í nótt.

Óloft í flugvélum gæti hafa valdið óútskýrðum veikindum flugáhafna. Hugsanlega rekja mengun í farþegarými til smurolíu á hreyflum. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Mjög alvarlegt er þegar neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis bregst segir talskona Stígamóta. Verkefnastjóri neyðarmóttökunnar harmar mistök sem urðu þegar kona leitaði þangað en fór ekki í læknisskoðun.

Grímseyingar verða hugsanlega ekki skyldaðir til vinna allan afla í eynni. Matvælaráðherra vill endurskoða ákvörðun um fella úr gildi undanþágu sem eyjaskeggjar hafa haft í áraraðir.

Fjöldi slysa á árinu sýnir bæta þarf öryggi ferðamanna með aukinni uppbyggingu, mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Japönsku samtökin Nihon Hidankyo grasrótarsamtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár.

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,