ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. september 2024

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands furðar sig á því að fólk fái ekki lengur að ráðstafa séreignarsparnaði sínum á sama tíma og vandi heimilanna aukist. Arion banki hækkaði vexti í dag um allt að fimmtán prósent.

Forsetaefnin Kamala Harris og Donald Trump mættust í kappræðum í nótt. Flestir stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að Harris hafi staðið sig vel og náð að slá Trump út af laginu.

Útlit er fyrir að þrjátíu þúsund tonn af makrílkvóta náist ekki á land á vertíðinni. Þetta er sérstaklega slæmt þar sem loðnuvertíðin brást. Samtök fyrirtækja sjávarútvegi segja að þetta sjáist nú þegar í uppgjörum fyrirtækjanna.

Óleiðréttur munur á launum kynjanna mældist rúm níu prósent í fyrra, sem er hækkun frá fyrra ári. Meðal áhrifaþátta eru aldur og starfsgrein. Mestur mælist munurinn í flokki fjármála og vátryggingarstarfsemi.

Hornfirðinga vantar nýjan tannlækni í plássið. Sá starfandi hyggst hætta og nú stefnir í að að það verði tannlæknalaust á á milli Egilsstaða og Selfoss.

Framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands verður á Skólavörðuholti, en ekki í Tollhúsinu. Rektor Lisháskólans segir að þannig sparist milljarðar króna.

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,