Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. október 2024

Íbúar í Teheran höfuðborg Írans vöknuðu við miklar sprengingar í nótt þar sem Ísraelsher gerði loftárásir á hernaðarskotmörk. Árásin er hefndaraðgerð vegna flugskeytaárásar Írans á Ísrael fyrr í mánuðinum.

Bílgreinasambandið og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna fyrirhugaða álagningu kílómetragjalds. Það muni hækka verulega á umhverfisvænni ökutæki og áformin beri þess merki loftslagsmál séu ekki lengur í forgangi.

Þrír Akureyringar raða sér í efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Uppstillinganefnd leggur til fyrrum sendiherra leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson verður oddviti Framsóknar í Kraganum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir gleðiefni Landsvirkjun geti byrjað á Hvammsvirkjun eftir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gaf grænt ljós á síðasta leyfið sem þurfti til framkvæmdir gætu hafist.

Niðurstöður þingkosninga í Georgíu í dag koma til með ráða því hvort landið halli sér Rússlandi eða Evrópu. Búast við fjölmennum mótmælum, sama hver niðurstaðan verður.

Félag Bretans Jim Ratcliffe, Six Rivers, byggir veiðihús við ár á Norðausturlandi fyrir yfir fjóra milljarða króna og Ratcliffe sjálfur byggir sér glæsivillu fyrir álíka upphæð.

Frumflutt

26. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,