Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. maí 2023

Húsnæðismál og verðbólga voru í brennidepli þegar formenn allra flokka mættust í Silfrinu í morgun. Öll voru sammála um nauðsyn þess gera umbætur á húsnæðismarkaði. Formaður flokks fólksins lagði til ríkið festi kaup öllum íbúðum leigufélags sem eru til sölu, og geri félagslegum íbúðum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á fundi G-7 ríkjanna í Japan í morgun hann hefði tekið loforð af Zelensky Úkraínuforseta um F-16 orrustuþoturnar yrðu ekki notaðar til gera árásir á rússneskt landssvæði.

Einn bjargaðist úr eldi sem kviknaði í kjallaraíbúð í Skipholti í Reykjavík í nótt. Íbúðin er mikið skemmd.

Íslenski lundastofninn hefur dregist saman um 70% á tæpum þrjátíu árum sem er mun meira en áður hefur verið talið. Líffræðingur segir skoða þurfi löggjöf um lundaveiðar og sölu.

Grænlenskur háskólabær er undirlagður lögreglumönnum eftir íbúi þar játaði á sig morð. Fórnarlambið er hins vegar ófundið.

Karlmönnum sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Danska lögreglan segir algengara menn séu fjárkúgaðir en konur eru yfirleitt kúgaðar til deila nektarmyndum.

Gítar sem var í eigu Kurts Cobains, forsprakka Nirvana, seldist fyrir tugi milljóna á uppboði í gær. Það kom uppboðshaldaranum nokkuð á óvart, enda er gítarinn ónothæfur.

Frumflutt

21. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,