Hækkun raforkuverðs, á sama tíma og verðbólga hjaðnar, sýnir að raforkuframleiðsla hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, að mati Samtaka Iðnaðarins. Raforkuverð hefur hækkað um þrettán prósent undanfarin ár, sem er mesta hækkun frá 2011.
Starfandi matvælaráðherra hefði átt að ræða hvalveiðileyfi á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út leyfið, segir stjórnsýslufræðingur. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi segir ekkert óeðlilegt við tímasetningu leyfisveitingarinnar.
Nærri þrjú hundruð þúsund hafa lagt á flótta í Sýrlandi frá því að átök milli stjórnarhersins og uppreisnarsveita blossuðu upp. Uppreisnarmenn, sem vilja steypa Assad forseta af stóli, hafa náð miklum árangri í sókn sinni.
Félag í eigu Skeljar hefur undirritað samkomulag um kaup á öllu hlutafé í Hringrás ehf.
Leiðtogi sósíalista á franska þinginu hefur ljáð máls á samstarfi um nýja ríkisstjórn í Frakklandi, með því skilyrði að hann fái forsætisráðherrastólinn. Frakklandsforseti ætlar að útnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum.
Bláa lónið var opnað aftur í morgun eftir að hafa verið lokað í um tvær vikur. Búist er við um 1500 gestum í dag.