Stjórnvöld í Ísrael hafa lagt fram áætlun um lok stríðsátaka á Gaza. Hún felur meðal annars í sér lausn allra gísla á Gaza, palestínskra fanga og að leiðtogar Hamas fái að flýja svæðið óhultir.
Á fjórða tug eru látnir eftir að raftæki í eigu Hezbollah-samtakanna sprungu víðs vegar um Líbanon síðustu tvo daga og hátt í þúsund særðust. Hernaðarsagnfræðingur segir ísraelsk stjórnvöld reyna að espa Hezbollah upp í allsherjar stríð.
Formaður Afls starfsgreinafélags gagnrýnir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir að heimsækja vinnustaði félagsmanna sem greiða atkvæði um boðun verkfalls og reyna þannig að hafa áhrif á þá með því sem hann kallar hótanir. Bæjarstjórinn vísar því á bug.
Stíga þarf fyrr inn og aðstoða skólana við að sinna nemendum með ólíkar þarfir segir barnamálaráðherra. Ríki og sveitarfélög verði að vinna saman við að leysa alvarlega stöðu yfirfullra sérskóla.
Fimm konur saka Mohamed Al Fayed, fyrrverandi eiganda verslunarinnar Harrods, um nauðgun. Þær störfuðu allar í versluninni. Al Fayed lést í fyrra.
Ungt fólk af öllu Austurlandi fær að kynnast atvinnulífi og framtíðartækifærum í fjórðugnum á Starfamessu sem haldin er í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Víkingur og KA mætast í bikarúrslitaleik karla í fótbolta á laugardaginn líkt og í fyrra. Leikmaður KA segir það hjálpa liðinu að hafa spilað leikinn í fyrra, þrátt fyrir tap.