Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. apríl 2024

Mjög ólíklegt er nýtt kvikuhlaup yrði eldgosi annars staðar en á Sundhnúksgígaröðinni, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Hann telur líklegt kvikuhlaup verði á næstu einni til þremur vikum.

Níu hið minnsta voru drepin í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús í borginni Rafah á Gaza í nótt, fjögur börn eru á meðal hinna látnu. Sameinuðu þjóðirnar segja hættuna á sjúkdómar breiðist út á Gaza hafa aukist.

Árásin á Íran í gær var framin með vopnum sem líkjast leikföngum, þetta segir utanríkisráðherra Írans. Flest bendir til þess ekki komi til frekari átaka á milli Írans og Ísraels í bili.

Þrír voru handteknir og tveir fluttir á slysadeild eftir tilkynnt var um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt.

Gular viðvaranir eru í gildi vegna asahláku á norðanverðu landinu vegna ört hækkandi hitastigs. Varað er við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum.

Endurmat á um 840 eignum í Grindavík hefur leitt til mikillar hækkunar á brunabótamati, sem gefur vísbending um brunabótamat vanmetið um allt land.

Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.

Frumflutt

20. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,