ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. júlí 2024

Minnst 71 var drepinn í árás Ísraelshers í morgun og hátt í 300 eru særð. Árásin var gerð á svæði á Gaza sem fólki hafði verið sagt að væri öruggt og þúsundir höfðu leitað þar skjóls.

Vatnsstaða í ám á Vesturlandi fer hækkandi í miklu rigningarveðri sem þar gengur yfir en engar tilkynningar hafa borist um skriðuföll. Tré brotnuðu og rifnuðu upp með rótum í hvassviðri á Þingeyri í gær.

Joe Biden hafnaði á kosningafundi í Detroit í Bandaríkjunum í gær öllum vangaveltum um að hann ætlaði að hætta við forsetaframboð í haust.

Íslensk erfðagreining hefur fundið genastökkbreytingu sem þrefaldar líkur á sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Um 500 Íslendingar bera genið.

Breska lögreglan hefur handtekið mann sem þótti hegða sér grunsamlega þegar hann skildi eftir tvær ferðatöskur. Í þeim var að finna líkamsleifar tveggja manna.

Tvö þúsund skátar gista nú í tjöldum á Úlfljótsvatni og láta hvorki rigningu né rok á sig fá heldur gleðjast og hafa nóg fyrir stafni alla vikuna á Landsmóti skáta. Helmingur þátttakendanna kemur frá útlöndum.

Frumflutt

13. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,