Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. júní 2024

Verðbólga hjaðnar lítilega, en ekki nóg til Seðlabankinn íhugi vaxtalækkun í ágúst, segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Jákvæð teikn séu þó á lofti.

Nýr tækniskóli fyrir hátt í 30 milljarða króna á rísa fyrir árið 2029 í Hafnarfirði. Skólameistri segir hundruðum umsókna í skólann hafi verið hafnað, eins og undanfarin ár.

Norsk stjórnvöld ætla taka á móti allt 20 sjúklingum frá Gaza sem meðhöndlun á norskum sjúkrahúsum. Frá 2022 hafa Norðmenn tekið á móti tvö þúsund og tvö hundruð sjúklingum frá Úkraínu.

Franska Þjóðfylkingin og bandamenn hennar þrjátíu og sex prósenta fylgi í könnun sem birt var í morgun, þremur dögum fyrir fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi. Fylgi Miðjubandalags Frakklandsforseta Macrons er næstum helmingi minna.

Kostnaður við gerð varnargarða við Grindavík er kominn í sjö milljarða króna.

Fleiri börn þurfa mannúðaraðstoð í Sýrlandi en nokkru sinni á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því borgarastríðið braust. Franskur dómstóll hefur staðfest handtökuskipun á Bashar al-Assad, forseta landsins, vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Búist er við tugir milljóna fylgist með kappræðum bandarísku forsetaframbjóðendanna Joes Biden og Donalds Trump á CNN í kvöld.

Heilbrigðisstofnanir verða af mikilvægum tekjum vegna þess ferðamenn eru ekki rukkaðir fyrr útköll sjúkrabíla ef erindinu er sinnt í bílnum án flutnings.

Zaccharie Risacher var valinn fyrstur í nýliðavali NBA í nótt. Þrír Frakkar voru meðal fyrstu sex og annað árið í röð er franskur körfuboltamaður númer eitt.

Frumflutt

27. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,