Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2.júlí 2024

Þriðjungur kvenna segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað. rannsókn sýnir þolendur finna bæði fyrir kvíða og langvarandi heilsufarsvanda.

Forsætisráðherra Ungverjalands, fór í morgun í sína fyrstu heimsókn til Úkraínu eftir innrás Rússa og fundaði með Úkraínuforseta.

Héraðssaksóknari hefur ákært Albert Guðmundsson knattspyrnumann fyrir kynferðisbrot. Þinghald verður lokað.

Borgarfulltrúi segir fyrirhuguð landfylling í Sundahöfn eyðileggi eina síðustu óspilltu grjótfjöru borgarinnar og hafi mikil og vond áhrif á dýralíf, gróðurfar og náttúruminjar.

Vegagerðin segir miklar vegblæðingar séu ekki af völdum efna sem notuð eru í klæðningar. Umferð hafi aukist mikið og þess vegna beri meira á blæðingum í seinni tíð.

Plasttappar og plastlok eru í sjöunda sæti yfir algengustu plasthluti sem finnast í fjörum landsins. Skylt er hafa fasta tappa á drykkjarílátum og umbúðum frá og með morgundeginum.

Beitir frá Neskaupstað, er á leið í land með fyrsta makrílafla sumarsins, um fimm hundruð tonn sem veiddust austur af landinu.

Frumflutt

2. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,