Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. janúar 2025

Stormur sem gengur yfir Bretlandseyjar er með þeim verri sem sögur fara af. Vindamet hefur verið sett á Írlandi. Yfir fjórum milljónum er ráðlagt halda sig heima og 800 þúsund heimili eru rafmagnslaus.

Búist er við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynni framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á allra næstu dögum. Guðrún Hafsteinsdóttir íhugar framboð eftir áskoranir úr Suðurkjördæmi.

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar alvarlega tálbeituárás á Akranesi fyrir jól. Rannsókn er ljúka.

Afnám skólaskyldu og niðurlagning forsetaembættisins er meðal fjögur þúsund tillagna sem bárust um hagræðingu í ríkisrekstri.

Kjarnastarfsemi mikilvægustu innviða landsins verður hafa forgang netsambandi ef sæstrengir rofna, mati sérfræðings. Aðgengi netafþreyingu yrði stöðvað á meðan.

Gervigreindartóli sem auðveldar fólki kæra og eiga samskipti við úrskurðarnefnd velferðarmála er ætlað jafna stöðu almennings gagnvart opinberum stofnunum.

Hálka er í flestum landshlutum og flughált á Norðausturlandi. Mokstursmenn Vegagerðarinnar hafa rutt snjó frá því í bítið.

Bóndadagurinn er í dag. Í safnaðarheimili Glerárkirkju gæða gestir sér á viðeigandi þorrakræsingum. Og styðja um leið við endurbætur á Lögmannshlíðarkirkju.

Ísland mætir Króatíu í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Zagreb í kvöld. Íslenskur sigur tryggir sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Bjarki Már Elísson er meiddur og verður ekki meira með og Stiven Tobar Valencia er kominn til móts við íslenska liðið í hans stað.

Frumflutt

24. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,