ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. febrúar 2025

Bretar eru tilbúnir að senda hermenn til Úkraínu til að tryggja frið, takist að semja um stöðvun innrásarstríðs Rússa. Ellefu evrópskir leiðtogar hittast í París í dag til að ræða aðkomu Evrópuríkja að friðarviðræðum.

Fjöldi félagsmanna í Einingu - Iðju hefur haft samband við félagið vegna launagreiðslna og starfsaðstæðna hjá ræstingafyrirtækjum. Félagið fundar með fyrirtækjunum á morgun.

Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja telur afar ólíklegt að sameining Arion banka og Íslandbanka verði að veruleika. Bankastarfsmönnum myndi fækka um nokkur hundruð.

Forsætisráðherra er bjartsýn á að tollastríð Bandaríkjanna og Evrópusambandsins bitni ekki á Íslandi, eftir samtöl sem hún átti við evrópska leiðtoga um helgina.

Ríkissáttasemjari segir það orðið mjög snúið leysa kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall kennara í fimm framhaldsskólum á föstudag.

Enn eru þungatakmarkanir víða á vegum á Vesturlandi vegna vondra vega. Margir ferðamenn koma með illa farin dekk á dekkjaverkstæði í Búðardal.

Gengi enska fótboltaliðsins Manchester United hefur verið afleitt það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Fara þarf þrjá og hálfan áratug aftur í tímann til að finna jafn laka stöðu liðsins eftir 25 umferðir í deildinni.

Frumflutt

17. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,