Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. september 2023

Lykilstarfsmenn og stjórnendur Eimskips og Samskipa voru í nánum samskiptum á upphafsdögum samráðs þeirra, samkvæmt gögnum Samkeppniseftirlitsins. Meðal annars var rætt um kanna fýsileika og undirbúa aukið samráð. Samskipum hefur verið gert greiða á fimmta milljarð króna vegna brota á samkeppnislögum.

Lögmaður True North óttast kvikmyndaiðnaðurinn verði fyrir miklu tjóni ef hvalveiðar hefjast á ný. Lögbannskrafa bíður enn afgreiðslu hjá sýslumanninum á Akranesi.

Héraðskosningar eru hafnar á hernumdum svæðum í Úkraínu, á sama tíma og í nokkrum héruðum Rússlands. Forseti Úkraínu segir tekist hafi framleiða vopn sem hægt senda á skotmörk í sjö hundruð kílómetra fjarlægð.

Veðurstofan varar við aukinni skriðuhættu á vestan- og sunnanverðu landinu um helgina, spáð er rigningu og hvassviðri.Ákveðið hefur verið færa tónleika á Ljósanótt í kvöld inn í íþróttahús.

Ungum manni var bjargað úr sjálfheldu í 500 metra hæð í þverhníptu klettabelti inn af Fáskrúðsfirði í nótt. Fjallabjörgunarfólk á Austurlandi vann afrek við búa manninn undir flutning með þyrlu.

Forstjóri Play segir það mikið högg missa fjórtán flugmenn á einu bretti. Uppsagnirnar hafi ekki áhrif á rekstur eða flugáætlanir fyrirtækisins.

Kennsla í mörgum breskum grunnskólum er í uppnámi. Stjórnvöld tilkynntu loka þyrfti á annað hundrað skólum vegna steypuskemmda.

Enginn samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi í fyrra, samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðum Umhverfisstofnunnar. Vonbrigði, segir fulltrúi Loftslagsráðs.

Frumflutt

1. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,