Óvissa er um stöðu samninga um vopnahlé og frið í Úkraínu. Tillögur Bandaríkjamanna ganga út á að mynda hlutlaust svæði í austurhluta Úkraínu, en stjórnvöld í Kíyv krefjast þess að Rússar dragi herlið sitt til baka.
Varaformaður Miðflokksins segir orð sín um EES-samninginn á Alþingi hafa verið blásin upp. Enginn tali fyrir því að ganga út úr EES-samtarfinu.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð búa sig undir að taka fleiri olíuskip undan ströndum Venesúela. Skip sem var tekið á miðvikudag verður fært til hafnar í Bandaríkjunum. Óttast er að til átaka komi milli ríkjanna.
Amnesty International segja hryðjuverkaárás Hamas og annarra vígasveita Palestínumanna á sunnanvert Ísrael fyrir tveimur árum, og meðferð þeirra á gíslum, jafngildi stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni.
Íslensk sundlaugarmenning er komin á skrá UNESCO yfir svokallaðan óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Því er fagnað í Vesturbæjarlaug í hádeginu.
Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu telur rétt að Ísland taki undir áköll meirihluta Evrópuráðsins að endurskoða málefni hælisleitenda.
Dómsmálaráðherra telur það eðlilega framkvæmd dómstóla að birta nöfn vændiskaupenda eins og héraðsdómur Reykjavíkur gerði í nýlegum dómi. Nafnbirting geti haft fælingarmátt og dregið úr vændi.
Breiðablik á enn möguleika á að komast í útsláttarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á írska liðinu Shamrock Rovers í gær. Til þess þarf liðið þó að vinna efsta lið deildarinnar í lokaumferðinni.