Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. júní 2024

Norðanvert landið er í vetrarbúningi, þar er snjór, hvassviðri og ófærð. Fjöldi ferðamanna er tepptur í Mývatnssveit og óttast er smærri fuglar drepist.

Öflug vindhviða sleit uppsjávarskipið Barða NK frá byggju í Neskaupstað í nótt. Með snarræði tókst koma skipstjóra og hásetum um borð og sigla skipinu í meira skjól.

Formaður Vinstri grænna segir fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum kalli á naflaskoðun. Flokkurinn hafi þó ekki gefið of mikið eftir í stjórnarsamtarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkur forsætisráðherra Indlands er enn stærsti flokkurinn, samkvæmt fyrstu tölum úr þingkosninga sem stóðu síðustu sex vikur. Fylgið er þó minna en leiðtogar hans höfðu sett markið á.

Tíu til fimmtán prósent samdráttur er á gistinóttum samkvæmt tölum hagstofunnar. Það bitnar verst á ferðaþjónustunni á Austurlandi, en þar er samdrátturinn 18 prósent.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Austurríki í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið getur komið sér í mjög góða stöðu í riðlinum með sigri.

Frumflutt

4. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,