Að minnsta kosti 820 eru látnir eftir jarðskjálfta, sex komma átta að stærð, suðvestur af Marrakesh í Marokkó í gærkvöld. Mikil skelfing greip um sig og fjöldi fólk svaf utandyra í borginni í nótt.
Bæjarstjóri Grindavíkur er í Marrakesh í hópi Íslendinga. Hann sat á veitingastað þegar skjálftinn reið yfir og segir að geðshræring hafi gripið um sig meðal heimamanna.
Hvalur hf. hefur skamman tíma til að skrá frávik á veiðum sem urðu í gær samkvæmt ljósmyndum frá veiðunum. Eftirlitsmenn voru um borð í hvalveiðiskipum í gær þegar veiðar hófust í slæmu skyggni.
Formaður foreldrafélags Lágafellsskóla segir að nemendur við skólannn hafi orðið fyrir skaða eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um þá fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni. Atvikið sýni að tímabært sé að endurskoða símanotkun nemenda á skólatíma.
Leiðtogar G20 ríkjanna hafa náð samkomulagi um sameiginlega yfirlýsingu að fundinum loknum, segir forseti Indlands. Ekki var víst að það tækist vegna ágreinings þeirra í milli um málefni Úkraínu.
Vörur sem eru markaðssettar sem heilsuvörur flokkast gjarnan sem gjörunnin matvæli. Neysla þeirra eykur hættu á hjartaáfalli og kransæðastíflu, samkvæmt niðurstöðum tveggja nýrra rannsókna.
Bjargarlausir ungar sem misreikna sig við fyrsta flug úr hreiðrinu eru áberandi í Eyjum síðla sumars. Pysjutíminn er hafinn en minna virðist um unga nú en oft áður.