Skipverja á Polar Nanoq, sem handtekinn var í gærmorgun í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti, var sleppt eftir skýrslutöku.
Grindvísk fyrirtæki gera athugasemdir um fyrirhugað frumvarp stjórnvalda um áframhaldandi stuðning við fyrirtæki og íbúa Grindavíkur. Þau eru ósátt við að stjórnvöld hyggist ekki kaupa upp atvinnuhúsnæði.
Heilbrigðisráðuneyti Hamas segir að Ísraelsher hafi drepið 274 í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gaza, þegar fjórir gíslar voru frelsaðir úr haldi Hamas.
Hrauntungan við Svartsengi hefur nánast staðið í stað síðan í gær.
Von er á frumvarpi um breytt fyrirkomulag nýsköpunarstyrkja eftir ábendingar frá OECD. Nýsköpunarráðherra segir útflutningstekjur hugverka- og tæknifyrirtækja hafa aukist um 150 milljarða á sjö árum.
Milljónir kjósenda í tuttugu og einu ríki Evrópusambandsins ganga að kjörborðinu í dag, á lokadegi kosninganna til Evrópuþingsins. Búist er við að harðlínuflokkar til hægri eigi eftir að auka fylgi sitt til muna á þinginu.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir voru í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í morgun og átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta hefjast í dag.