Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. ágúst 2024

Unglingurinn sem grunaður er um hafa stungið þrjú ungmenni á Menningarnótt hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Óttast var um öryggi hans á Stuðlum.

Ríkisstjórnin hyggst grípa til aðgerða vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis meðal ungmenna. Barnamálaráðherra segir það þurfi þjóðarátak og öryggisgæsla í skólum hefur komið til tals.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist taka nýjum fylgistölum alvarlega en telur ekki þörf á endurnýja stefnu flokksins. Hann hefur ekki hafa gert upp við sig hvort hann gefi áfram kost á sér á landsfundi flokksins í febrúar.

Skriður gætu fallið á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum síðar í dag. Búist er við úrhellisrigningu.

Ísraelsher ætlar gera hlé á árásum á Gaza á sunnudag svo hægt verði bólusetja börn gegn mænusótt. Ellefu mánaða barn var nýlega greint með sjúkdóminn og var það fyrsta tilfellið á Gaza í tuttugu og fimm ár.

Mikil mengun frá gosstöðvum við Stóra-Skógfell liggur yfir suðvesturhluta landsins. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var gosmóðan mest í Vogum, Hveragerði og Selfossi. Ástandið á skána með deginum.

Kamala Harris ætlar ekki hætta útvega Ísraelum vopn verði hún kjörin forseti Bandaríkjanna. Þetta kom fram í fyrsta formlega viðtalinu sem hún veitti í gær - eftir hún varð frambjóðandi Demókrata í forsetakosningum.

Það kemur í ljós í dag hvaða liðum Víkingur mætir í Sambandsdeildinni í fótbolta. Víkingar unnu Santa Coloma frá Andorra samanlagt 5-0 og urðu um leið annað íslenska liðið til komast í Sambandsdeildina.

Frumflutt

30. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,