Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. desember 2024

Spáð er miklu frosti næstu daga og minnkandi úrkomu. Fólk er beðið um fara vel með heita vatnið. Færð gæti spillst á Vesturlandi.

Margir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Framkvæmdastjóri Áreksturs.is segir margir þeirra sem lentu í árekstri hafi ekki verið á vetrardekkjum.

Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær heldur til í flugstöð Muan-flugvallar og bíður þess kennsl séu borin á hina látnu.

Tíu ára drengur búsettur á Íslandi lést í umferðarslysi á Ítalíu á annan dag jóla. Ökumaðurinn hefur verið kærður fyrir manndráp.

Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur minnst Jimmys Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með hlýju. Það hafa einnig fyrrverandi, núverandi og verðandi Bandaríkjaforsetar gert. Virðing, þjónustulund og gæska eru meðal þeirra orða sem fallið hafa.

Eldey á Reykjaneshrygg skelfur enn og hafa yfir tvö hundruð jarðskjálftar mælst þar. Náttúruvársérfræðingur segir þetta skýrast af spennulosun.

Samfélagsmiðillinn Telegram virðist hafa lokað fyrir aðgang nokkurra rússneskra ríkismiðla. Rússneska utanríkisráðuneytið segir Evrópusambandið beita skipulagðri ritskoðun.

Frumflutt

30. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,