ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. mars 2025

Rússlandsstjórn sakar Evrópuríki um að vígbúast frekar en að leita friðsamlegra lausna. Herforingjar yfir tuttugu ríkja koma saman í Bretlandi í dag til að skipuleggja friðargæslu í Úkraínu.

Formaður Flokks fólksins segir að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í skiptum fyrir að styðja við sölu á Íslandsbanka. Flokkurinn sé enn andvígur sölu en málið þurfi að klára.

Mörg hundruð milljónir flytjast milli sveitarfélaga með fyrirhuguðum breytingum á jöfnunarsjóði. Garðabær gagnrýnir áform um höfuðstaðaálag til Akureyrar og Reykjavíkur.

Forstjóri Vegagerðarinnar segir nauðsynlegt að tveir öflugir vegir séu á Reykjanesskaga, bæði sunnan og norðanmegin þegar eldgos vofir yfir. Uppbygging varnargarða við Grindavík hefur kostað yfir tíu milljarða króna.

Það hefur ekki verið hægt að halda marga vetrarviðburði á Norðurlandi vegna snjóleysis og flest skíðamót verið færð á Ísafjörð. Formaður Skíðafélagsins á Ólafsfirði vonar að nægur snjór verði fyrir Andrésarleikana eftir rúman mánuð.

Ísland er ofarlega á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims eins og undanfarin ár. Færri telja sig mjög hamingjusama, sérstaklega ungt fólk.

Karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósóvó í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Frumflutt

20. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,