Búist er við öðru kvikuinnskoti nærri Grindavík á næstu dögum en kvikusöfnun er enn mikil undir Svartsengi. Samkvæmt nýju hættumati er töluverð hætta á eldgosi við Grindavík.
Kjarasamningar ættu að vera í höfn fljótlega miðað við samningsviljann í Karphúsinu, segir formaður Starfsgreinasambandins. Það hefur tekist að ljúka mörgum málum um helgina. Fundur hófst að nýju í morgun.
Fimmtán börn, hið minnsta, hafa dáið úr hungri á Gaza síðustu daga, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar. Viðræður um sex vikna vopnahlé halda áfram í Kaíró í dag.
Þýskur fjölmiðill greinir frá því að hleraðar samræður innan þýska flughersins hafi verið í gegnum fjarfundarbúnað, sem ekki hafi verið háleynilegur. Þýskalandskanslari hefur heitið ítarlegri rannsókn á málinu.
Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Ísland hönd í Eurovision eftir sigur í Söngvakeppninni í gær. Nokkur óánægja var með kerfin sem voru nýtt til að greiða keppendum atkvæði. Forstöðumaður hjá Vodafone segir að öll þeirra kerfi hafi virkað eins og til var ætlast.