Formaður Bændasamtakanna segir langt í að heildartjón bænda, vegna óveðursins í síðustu viku, liggi fyrir. Hátt í hundrað milljón króna tjón blasir þó við eftir veturinn vegna kalskemmda í Eyjafirði.
Þrír erlendir menn sem eru grunaðir um kynferðisbrot gegn konu í togaranum Polar Nanoq eru sennilega farnir af landi brott. Þeir eru með stöðu sakbornings en voru ekki í farbanni.
Flokkar nálægt miðjunni fengu mest fylgi í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Hægri flokkar styrktu stöðu sína í nokkrum löndum, mest í Frakklandi þar sem boðað hefur verið til þingkosninga í lok mánaðarins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir greinilegt að sala á eignum borgarinnar lýsa örvæntingu vegna fjárhagsstöðu hennar og óttast að Perlan endi á brunaútsölu.
Kvikan sem nú kemur upp á Reykjanesskaga er líkari þeirri sem kom upp í fyrsta gosinu í Geldingadölum en í fyrri gosum við Sundhnúksgíga. Hraun safnast í tjörn við Sýlingarfell.
Þörf er á skýrari lagaramma í kringum netverslanir með áfengi, að mati formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hóf nýlega frumkvæðisathugun á stöðu málsins.
Sorpa er tekin við fata- og annarri textílsöfnun af Rauða krossinum og stefnt er að því að fjölga fatagámum á höfuðborgarsvæðinu úr fjörutíu í áttatíu. Textíll sem ekki er hægt að nota áfram verður brenndur til orkuvinnslu, en ekki urðaður.
Átta liða úrslit bikarkeppninnar í fótbolta eru í þessari viku. Karlarnir riðu á vaðið í gær þegar Valur vann Keflavík eftir maraþonleik.