Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8.júní 2024

Rennsli hraunsins sem rennur úr gígnum á Sundhnúksgígaröðinni jókst skyndilega í morgun og flæddi hraun yfir Grindavíkurveg. Visa þurfti gestum frá Bláa lóninu.

39 ára karlmaður er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn, grunaður um hafa ráðist á forsætisráðherra Danmerkur í gærkvöld. Ráðherrann fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi og er afar brugðið.

Ísraelsher tókst frelsa fjóra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá sjöunda október.

Landsfundi VG hefur verið flýtt um hálft ár og verður líklega haldinn í Reykjavík. Sitjandi varaformaður er bjartsýn á framtíð flokksins.

Fjöldi umsókna í Listaháskólann og Háskólann á Bifröst stórjókst á milli ára. Umsóknum í Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík fjölgaði einnig.

Hilmar Örn Jónsson komst ekki í úrslit í sleggjukasts keppninni á EM í frjálsum í morgun.

Frumflutt

8. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,