Hádegisfréttir

31.12.2024

Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda undirbýr æfingu á viðbrögðum við rofi allra sæstrengja sem liggja til og frá Íslandi. Forstöðumaður sveitarinnar segir rof hefði miklar afleiðingar sem ábyrgðarhluti geta brugðist við.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði viljað sjá fyrrverandi ríkisstjórn endast út kjörtímabilið en það hafi þó verið hárrétt ákvörðun boða til kosninga. Þetta er meðal þess sem kom fram í uppgjöri leiðtoga stjórnmálaflokkanna.

Akureyringar gagnrýna breytta staðsetningu áramótabrennunnar í bænum. Hátt í kílómetersganga er nýja brennustæðinu sem áður var innan bæjarins. Brennustjóri segir breytinguna nauðsynlega vegna eldvarna.

Kínverjar segjast hafa deilt öllum gögnum um Covid-19 faraldurinn sem beðið var um. Þau eru reiðubúin halda áfram rannsaka uppruna veirunnar.

Löng bið hefur verið eftir útgáfu ökuskírteina síðustu vikur. Hún ætti þó styttast á nýju ári þegar framleiðslan færist hingað til lands.

Íslenski fjárhundurinn hefur verið viðurkenndur sem tegund af breska hundaræktunarfélaginu. Mikilvægt og gott skref segir menningarfræðingur og áhugamanneskja um íslenska fjárhundinn.

Frumflutt

31. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,