Víðtækt rafmagnsleysi er í Úkraínu eftir drónaárásir Rússa á orkuinnviði. Þær eru með umfagnsmestu árásum sem Rússar hafa gert frá því stríðið í Úkraínu hófst.
Um sex þúsund fuglar drápust þegar eldur kviknaði í eggjabúi í Vogum á Vatsnleysuströnd í nótt. Eldsupptök eru ókunn.
Nemendur Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eiga á hættu að tapa hálfu ári úr námi sínu vegna verkfalls, segir móðir nemanda. Hún furðar sig á því að engar viðræður séu í gangi.
Fórnarlamba umferðarslysa og verður minnst með einnar mínútu þögn á athöfnum um land allt í dag.
Niðurstöður finnskrar rannsóknar sýna uggvænlega þróun í viðhorfum ungra karla til ofbeldis gagnvart konum. Þar kemur í ljós að fimmtungur allra karla telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi fyrir það hvernig þær líta út eða haga sér.
Það er engin skömm í því að sleppa tökunum þegar maður hefur keyrt sig í þrot og reyna aftur seinna. Þetta segir líkamsræktarkappi sem lauk átaki til styrktar Píeta samtökunum í gærkvöld, án þess að ná settu marki.
Glæsilegasti íslenski faldbúningurinn, sem enn er til, er væntanlegur til landsins á næsta ári á vegum Þjóðminjasafnins. Hann var fluttur frá Íslandi 1809 og var talinn glataður þar til hann fannst 150 árum síðar.