Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. nóvember 2024

Víðtækt rafmagnsleysi er í Úkraínu eftir drónaárásir Rússa á orkuinnviði. Þær eru með umfagnsmestu árásum sem Rússar hafa gert frá því stríðið í Úkraínu hófst.

Um sex þúsund fuglar drápust þegar eldur kviknaði í eggjabúi í Vogum á Vatsnleysuströnd í nótt. Eldsupptök eru ókunn.

Nemendur Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eiga á hættu tapa hálfu ári úr námi sínu vegna verkfalls, segir móðir nemanda. Hún furðar sig á því engar viðræður séu í gangi.

Fórnarlamba umferðarslysa og verður minnst með einnar mínútu þögn á athöfnum um land allt í dag.

Niðurstöður finnskrar rannsóknar sýna uggvænlega þróun í viðhorfum ungra karla til ofbeldis gagnvart konum. Þar kemur í ljós fimmtungur allra karla telur konur gætu átt skilið verða fyrir ofbeldi fyrir það hvernig þær líta út eða haga sér.

Það er engin skömm í því sleppa tökunum þegar maður hefur keyrt sig í þrot og reyna aftur seinna. Þetta segir líkamsræktarkappi sem lauk átaki til styrktar Píeta samtökunum í gærkvöld, án þess settu marki.

Glæsilegasti íslenski faldbúningurinn, sem enn er til, er væntanlegur til landsins á næsta ári á vegum Þjóðminjasafnins. Hann var fluttur frá Íslandi 1809 og var talinn glataður þar til hann fannst 150 árum síðar.

Frumflutt

17. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,