Nýr samningur stjórnvalda og Rauða krossins á að koma í veg fyrir að fólk sem fengið hefur synjun um alþjóðlega vernd hér á landi, endi á götunni.
Framkvæmdastjóri Betri Samgangna segir upphaflegar áætlanir samgöngusáttmálans hafa verið óvandaðar og vanmetið verulega kostnað og tíma.
Hundrað og fjórtán fórust í eldsvoða í Írak í gærkvöld og fjöldi særðist. Talið er að kviknað hafi í út frá flugeldum og að salurinn hafi verið byggður úr sérstaklega eldfimum efnum.
Ópíóíðafaraldur hér á landi hefur orðið til þess að eftirspurn eftir þjónustu Foreldrahúss hefur aukist verulega. Framkvæmdastjórinn vill að úrræðið verði sett í fjárlög.
Háhyrningur er strandaður innan við brúna yfir Gilsfjörð. Talið er að þetta sé ungt dýr og ekki sama dýrið og strandaði þar í síðustu viku. Reyna á að koma hvalnum á flot.
Ungmenni frá illa leiknum svæðum í Portúgal eftir gróðurelda hafa höfðað mál gegn fjölda ríkja vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum. Málið er fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og er búist við niðurstöðu á næsta ári.
Landsvirkjun á von á því að endurútgefið virkjanaleyfi fáist vegna Hvammsvirkjunar fyrir næsta sumarið. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjanaleyfið úr gildi í júní.
Traust til þjóðkirkjunnar mælist tuttugu og átta prósent og hefur aðeins einu sinni mælst minna. Ánægja með störf biskups er í sögulegu lágmarki og mælist aðeins ellefu prósent.