ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. mars 2025

Formaður Flokks fólksins segir það hetjulega ákvörðun hjá barna-og menntamálaráðherra að segja af sér. Hart var sótt að forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir langan ríkisstjórnarfund í morgun.

Almenningur á rétt á að vita hvernig farið var með trúnaðarupplýsingar innan forsætisráðuneytisins um mál barnamálaráðherra. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hneyksli ef slíkum upplýsingum hafi verið lekið milli ráðuneyta.

Ásthildur Lóa segist í yfirlýsingu hafa upplifað barnsföður sinn sem eltihrelli og að hún hafi ekki verið leiðbeinandi hans í kristilegu starfi.

Engar flugferðir verða um Heathrow-flugvöll í dag vegna eldsvoða í tengivirki við flugvöllinn. Óvíst er hvenær hann verður starfhæfur að fullu.

Bæta þarf vöktun á jarðhreyfingum við Svínafellsjökul þar sem stórt berghlaup gæti orðið og skapað hættu en mælitækin ganga fyrir ótryggri sólarorku. Formlegt hættumat verður kynnt í næstu viku og mögulega verður þá hægt að ákveða hvar óhætt er að byggja upp í Freysnesi en óvissan er mikil.

Búnaðarþingi, ársþing Bændasamtakanna, lýkur í dag. Formaður Bændasamtakanna segir nauðsynlegt að bæta rekstrarumhverfi bænda.

Heilsugæslan á Dalvík og í Fjallabyggð sameinast í haust, þjónustan á ekki að skerðast við það að sögn Forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,