Donald Trump lifði af banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníu í gærkvöld. Einn fundargestur lést og byssumaðurinn, sem hæfði Trump í eyrað, var skotinn til bana. Spurningar hafa vaknað um vinnubrögð bandarísku leyniþjónustunnar sem átti að gæta forsetans fyrrverandi.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er á meðal þjóðarleiðtoga sem fordæma skotárásina á Donald Trump. Bjarni segir árásina sláandi og óskar Trump skjóts bata.
Hamas-samtökin hafa dregið sig úr viðræðum um vopnahlé á Gaza eftir árásir Ísraelshers í gærmorgun þar sem um hundrað manns voru drepnir.
KPMG rannsakar allar fjárveitingar til fyrrum sveitarstjórnarmanns í Strandabyggð. Hann óskaði sjálfur eftir úttektinni eftir að vera sakaður um sjálftöku úr sveitarsjóði.
Fimmtíu ár eru í dag síðan brúin yfir Skeiðarársand var vígð. Með henni opnaðist hringvegurinn sem gjörbreytti samgöngum á Íslandi.
Hrafn Jökulsson lætur áfram til sín taka í strandhreinsun um landið. Strandhreinsibátur, sem nefndur var í höfuðið á rithöfundinum, var vígður við hátíðlega athöfn á Siglufirði í gær.