Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. janúar 2024

Stjórnvöld hyggjast skilgreina stórfellda Airbnb-leigu sem atvinnustarfsemi og hækka þar með skatta á hana. Einnig sveitarfélög aukið vald til stýra umfangi starfseminnar. Megintilgangurinn er auka framboð á húsnæði.

Ísraelsk stjórnvöld ætla banna Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu starfa á Gaza eftir nokkrir starfsmenn stofnunarinnar voru bendlaðir við árásir Hamas á Ísrael.

Jarðskjálfti nærri Bláfjallaskála fannst á höfuðborgarsvæðinu snemma í morgun. Virknin er ekki sögð tengjast jarðhræringunum við Grindavík.

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum til ríkissaksóknara, um hætta rannsókn á slysasleppingum eldislaxa úr fiskeldisstöð í Patreksfirði í fyrra.

Gular viðvaranir eru í gildi sunnan- og vestanlands vegna suðvestan hríðarveðurs. Blint og hvasst er á fjallvegum og varað við Holtavörðuheiði geti lokast með stuttum fyrirvara.

Aukið eftirlit og fyrirbyggjandi ráðstafanir urðu til þess blóðtaka úr fylfullum hryssum gekk vel í fyrra út frá dýravelferðarsjónarmiðum, mati Matvælastofnunar.

Færeyingar hafa gefið tíu milljónir í landssöfnun fyrir Grindvíkinga.

Svíar standa í stappi á EM karla í handbolta. Þeir kvörtuðu formlega til Evrópska handknattleikssambandsins eftir tap fyrir Frökkum í undanúrslitum í gær. EHF segir úrslitin standa en Svíar geta mótmælt þeirri niðurstöðu til átta í kvöld.

Frumflutt

27. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,