Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. nóvember 2025

Friðaráætlun Bandaríkjanna um Úkraínu verður ofarlega á baugi á leiðtogafundi tuttugu stærstu iðnríkja heims sem hófst í Suður-Afríku í morgun. Bandaríkin sniðganga fundinn og hvorki forseti Kína Rússlands mæta.

Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands hefur áhyggjur af auknu ofbeldi og óviðunandi framkomu við félagsráðgjafa í starfi. Formaður nefndarinnar segir álag hafa aukist með breyttri samfélagsgerð.

Formaður Samtaka iðnaðarins óttast fordæmisgildi verndaraðgerða ESB gegn kísilframleiðslu. Aðgerðirnar geti haft neikvæð áhrif á Evrópusambandsríki og samkeppnishæfni Evrópu.

Sjálfsmynd seyðfirðinga er breytt eftir tilkynnt var um lokun fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunar á staðnum í gær. Seyðfirðingar. ræða framtíðarmöguleika í atvinnumálum á íbúaþingi í dag.

Óvíst er hvort og hvenær kaffistofa Samhjálpar opnar á nýjum stað við Grensásveg í Reykjavík. Framkvæmdir þar voru stöðvaðar meðan grenndarkynning fer fram.

Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og bikarmeistari í tímatöku hefur verið dæmdur í fimm ára keppnisbann eftir hafa fallið á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum. Bannið var þyngt vegna alvarleika en stytt vegna viðurkenningar brotsins

Frumflutt

22. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,