Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14.júní 2024

Tveir menn voru sofandi í kjallara á veitingastaðnum Gríska húsinu í Reyjavík þegar lögregla réðst í aðgerðir í gærmorgun. Þrír voru handteknir. Grunur leikur meðal annars á um vinnumansal.

útlendingalög voru samþykkt á Alþingi í morgun. Meðal annars verður hert á skilyrðum fjölskyldusameiningar, dvalarleyfistími styttur og afgreiðslu kærumála hraðað.

Þingmenn Miðflokksins íhuga leggja fram vantrausttillögu á hendur matvælaráðherra vegna framgöngu í hvalveiðimálinu.

Aðstoðarlögreglustjóri segir lögregla hafi orðið fyrir miklu ofbeldi í mótmælum við Alþingishúsið í vikunni. Hann er ósammála þingmönnum Pírata sem segja lögreglu hafa beitt valdi af tilefnislausu.

leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segist tilbúin mynda þjóðstjórn eftir komandi þingkosningar. Flokkurinn mælist með yfir þrjátíu prósent fylgi í skoðanakönnunum.

Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt selja höfuðstöðvar félagsins Háaleitisbraut, þar sem mygla fannst. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður keypt, leigt eða byggt.

Hætt er við grjóthruni í fjallshlíðum og smærri skriður geti fallið í miklum leysingum á norðan- og austanverðu landinu. Hvergi er þó talin skriðuhætta í byggð.

Frumflutt

14. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,