Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. júlí 2024

Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hlutu skilorðsbundna fangelsisdóma í héraðsdómi í morgun fyrir yfirgefa mann í sjávarháska - eftir þeir sigldu skipinu á bát úti fyrir Garðskaga í vor.

Stórir styrktaraðilar framboðs Joes Biden til endurkjörs sem Bandaríkjaforseta efast um hann eigi halda því til streitu. Tvö neyðarleg mismæli í gærkvöld hafa aukið umræðu um hvort hann ráði við embættið.

Ljósmæður undirrituðu í gær fjögurra ára kjarasamning við ríkið. Miðað er við sömu launahækkun og í öðrum opinberum samningum.

Kílómetragjald verður tekið upp fyrir öll ökutæki frá næstu áramótum. Tekjur af olíu- og bensíngjöldum hafa dregist saman. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir breytta gjaldtöku nauðsynlega vegna orkuskipta.

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir ákvörðun um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í Biskupstungum til Flúða, vera heillaskref. Hún harmar neikvæða umræðu um flutninginn.

Rúnar Rúnarsson leikstjóri segist þreyttur og vonast til þess hann geti brátt lagt sig. Hann átti opnunarmyndina í Cannes og önnur mynd hans hefur verið valin til keppa um stuttmyndaverðlaunin í Feneyjum.

Valur hefur tilkynnt ólæti stuðningsmanna albanska félagsins Vllaznia í gærkvöld til evrópska knattspyrnusambandsins. Stuðningsmenn albanska liðsins réðust öryggisvörðum og köstuðu aðskotahlutum í dómara.

Fjöldi bæjarhátíða fer fram um landið um helgina, og þar á meðal er Hríseyjarhátíð. Við heyrum í Hríseyingum í fréttatímanum.

Spáð er hvassviðri vestanlands næstu daga en blíðu fyrir austan.

Frumflutt

12. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,