Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. ágúst 2024

Skriður féllu á veginn við Strákagöng í morgun og veginum var lokað. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna vatnavaxta og skriðuhættu. Þrjú hús voru rýmd í nótt þegar aur og vatn fóru leka inn í húsin. Aðgerðarstjórn var við hreinsunarstörf langt fram á nótt.

Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni er stöðug. Lögreglustjórinn á Suðuresjum segir ástæðu til hafa áhyggjur af gróðureldum við gosstöðvarnar, sem eru farnir færa sig upp á skaftið. Mengun getur fylgt eldunum.

Stíf fundahöld um vopnahlé á Gaza verða í Kaíró um helgina. Aðalásteytingarsteinninn er krafa Ísraelsmanna um fasta viðveru á landamærum Gaza og Egyptalands.

Saksóknarar á Sikiley rannsaka hvort glæpsamleg vanræksla hafi valdið snekkjuslysinu í Miðjarðarhafi aðfaranótt þriðjudags. Sjö fórust í slysinu, þar á meðal breskur auðjöfur.

Reykjavík er undirlögð af Menningarnótt í dag. Hátt í fjögur hundruð viðburðir eru á dagskránni í ár. iGrindvíkingar eru heiðursgestir.

Og metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoninu sem er hlaupið í fertugasta sinn í dag. Uppselt var í hluta hlaupsins.

Alexander Kristjánsson segir hádegisfréttir.

Frumflutt

24. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,