Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. febrúar 2024

Kona sem var handtekin í húsi í Kópavogi gær hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 7. febrúar. Sex ára drengur fannst látinn í húsinu í gær.

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um langtíma fjárhagstuðning við Úkraínu á aukafundi í Brussel. Forsætisráðherra Ungverjalands var eini leiðtoginn sem hafði verið á móti þessum áformum, en lét af andstöðu sinni í morgun.

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og stórs hluta ASÍ-félaga sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara, sem fyrirskipað hefur fjölmiðlabann. Kjarasamningar runnu út á miðnætti.

Búast við asahláku á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld og nótt. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út , og strax í fyrramálið brestur svo á með éljum og annarri viðvaranalotu.

Grindvíkingar hafa fengið fara inn í bæinn í dag vitja eigna sinna. Lokað var í gær vegna veðurs. Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi. Von er á nýju hættumati Veðurstofunnar í dag.

Áform finnskra stjórnvalda um breyta vinnumarkaðslöggjöf hafa vakið mikla reiði innan verkalýðshreyfingarinnar þar. Um þrjú hundruð þúsund manna allsherjarverkfall í dag og á morgun lamar finnskt samfélag.

Eigendur rafmagns- og vetnisbíla hafa fengið fyrsta reikninginn vegna nýs kílómetragjalds. Upphæðin kom mörgum á óvart, en hún byggist á mati og kann endurspegla akstur fyrri eigenda.

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,