Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna bíls sem tilkynnt var um að hefði farið niður í vök á Þingvallavatni.
Það styrkti grun lögreglu að skoða þyrfti viðskiptaveldi Davíðs Viðarssonar þegar hann keypti kastala Hjálpræðishersins á hálfan milljarð. Bróðir Davíðs og bókari eru meðal þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi.
Litlar líkur eru á að VR og Samtök atvinnulífsins gangi frá kjarasamningi í dag. Framkvæmdastjóri SA er þó bjartsýn að það takist áður en mögulegt verkfall hefst á Keflavíkurflugvelli á föstudag í næstu viku.
Tuttugu og sjö börn, hið minnsta, hafa orðið hungurmorða á Gaza síðustu daga. Ekki tókst að semja um vopnahlé fyrir Ramadan sem hefst í dag.
Fáni Svíþjóðar var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í morgun. Framkvæmdastjóri þess segir að Pútín hafi mistekist að veikja bandalagið.
Forseti Úkraínu gagnrýnir orð páfa um að veifa eigi hvítum fána og semja um frið. Það sé allt önnur nálgun en hjá trúarleiðtogum í Úkraínu. Áður hafði utanríkisráðherra Úkraínu einnig gagnrýnt orð páfa.
Hættumati vegna snjóflóða er aðeins lokið fyrir tvö skíðasvæði á landinu. Á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal eru biðraðir í lyftu, bílastæði og skíðaskýli á mesta hættusvæði en slíkt er óheimilt.
Svifryksmælar í Reykjavík sýndu óholl loftgæði á þremur stöðum í morgun. Heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að búið sé að panta rykbindingu í nótt því spáð er þurru og stilltu veðri áfram.
Mótmæli vegna stríðsins á Gaza töfðu upphaf óskarsverðlaunahátíðarinnar. Oppenheimer var stóri sigurvegari kvöldsins og Úkraína hreppti sín fyrstu óskarsverðlaun.
Forsvarsmenn karlaliðs Vals í fótbolta freista þess nú að ná samningum við Gylfi Þór Sigurðsson um að leika með liðinu í sumar. Gylfi æfir með Val á Spáni í þessari viku.