Ísraelsher er sakaður um brot á vopnahléssamningum - bæði á Gaza og í Líbanon. Bandaríkjaforseti leggur til fjöldabrottflutning fólks frá Gaza til Jórdaínu og Egyptalands.
Lögregla vopnaðist í nótt eftir að tilkynnt var um mann með skammbyssu á almannafæri í austurborg Reykjavíkur. Maðurinn sést á upptökum beina byssunni að hópi ungmenna. Hans er leitað.
Viðbúnaðarstig verður líklegast hækkað í þessari eða næstu viku vegna áframhaldandi landriss á Sundhnúksgígaröðinni.
Dómsmálaráðherra vill stytta biðtíma eftir fangelsisvist. Hún skilur ekki hvernig núverandi ástand í fangelsismálum hefur fengið að viðgangast.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins eftir hádegi.
Gert er ráð fyrir að ný vatnslögn verði lögð til Vestmannaeyja þar næsta sumar - tvö þúsund tuttugu og sex. Ríkið greiðir tæpan þriðjung kostnaðar en bærinn vill að hlutfallið sé hærra.
Auðkýfingurinn Elon Musk vonar að harðlínuflokknum AfD gangi vel í þingkosningunum í Þýskalandi og leiðtogi hans verði næsti kanslari. Musk ávarpaði kosningafund AfD í gærkvöld.
Tónlistarkonan Björk segir Íslendinga eiga eftir að finna upp náttúruverndarlög, þau séu ekki til hér á landi. Lag sem hún gaf út í samstarfi við spænsku söngkonuna Rosalíu gerir þeim kleift að sækja mál gegn starfsemi opinna sjókvía.
Margir kattaeigendur leita nú leiða til að stytta dýrum sínum stundir - sem þurfa að hanga inni vegna fuglaflensu.
Karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í milliriðli HM í dag. Ísland getur enn komist í 8-liða úrslit en þarf að treysta á önnur lið.