Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. júní 2024

Frakkar ganga kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga sem gætu reynst þær afdrífaríkastu um langa hríð. Kjörsókn á hádegi var talsvert meiri en í kosningunum fyrir tveimur árum. Skoðanakannanir benda til þess hægri flokkur Marine Le Pen vinni stórsigur í fyrri umferð.

Óþrjótandi aðgangur læknum á milli fjögur og sex síðdegis er ekki í boði lengur segir forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bráðum erindum til heilsugæslu er ekki sinnt á síðdegsvöktum - heldur í símaráðgjöf.

Rússar tilkynntu í morgun þeir hefðu lagt undir sig tvö þorp til viðbótar í Donetsk-héraði í Úkraínu. Forseti Úkraínu kallar eftir fleiri langdrægum vopnum frá Vesturlöndum.

Jarðgöng undir Miklubraut í Reykjavík verða þau níundu lengstu á landinu verði tillaga verkfræðistofunnar EFLU veruleika.

Lax hefur tekið fram úr loðnu þegar kemur útflutningstekjum. Þorskur er eftir sem áður fisktegund sem skilar mestum tekjum.

Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar heldur til fjalla í dag. Síðustu sumur hafa þúsundir útivistar- og ferðamanna notið liðsinns sjálfboðaliða vaktarinnar.

16-liða úrslit EM í fótbolta halda áfram í dag. Sviss og Þýskaland komust áfram í gærkvöldi en Danir telja sig grátt leikna af myndbandsdómgæslu eftir leik sinn við Þjóðverja.

Frumflutt

30. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,