Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. nóvember 2024

Staðan er snúin í kjaradeilu kennara. Formaðurinn kennarasambandsins segir mikinn vilja hjá kennurum bæta í verkfallsaðgerðir. Þeir eigi vænan verkfallssjóð.

Ár er í dag frá einum mestu jarðhræringum í seinni tíð þegar kvikugangur myndaðist við Grindavík og bærinn var rýmdur. Grindvíkingar koma víða saman í dag til sýna hver öðrum styrk og samstöðu.

Vísbendingar eru um tvöfalt til þrefalt meiri bergkvika en áður myndist undir jarðskorpunni vegna hopunar jökla. Eldvirkni gæti aukist vegna þessa en alls ekki víst viðbótarkvikan brjótist fram í formi eldgosa.

Fyrrum ráðgjafi Donalds Trumps segir næsta ríkisstjórn Bandaríkjanna ætli stuðla því koma á friði í Úkraínu, frekar en endurheimta hernumin landsvæði. Krímskagi runninn Úkraínumönnum úr greipum.

Tugir þúsunda komu saman til mótmæla í Valencia-borg á Spáni í gærkvöld vegna viðbragða yfirvalda við miklum flóðum í lok síðasta mánaðar.

Kanadískt ungmenni hefur greinst með fuglaflensu. Þarlend stjórnvöld telja þó ekki hættu á útbreiðslu veirunnar meðal almennings.

Kleinudagurinn er í dag. Þetta er fjórða árið í röð sem hann er haldinn en íslenskir kleinuunnendur reyna festa hefðina í sessi.

Frumflutt

10. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,