Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. janúar 2025

Óvissustig hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna aukinnar snjóflóðahættu. Rýmingar á Seyðisfirði og í Neskaupstað taka gildi klukkan átján. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land vegna norðaustan hvassviðris og mikillar snjókomu. Vegir gætu lokað með stuttum fyrirvara.

Vopnahlé á Gaza hófst í morgun og vonir standa til það marki upphafið endi stríðsins. Gíslar verða frelsaðir úr haldi Hamas strax í dag og palestínskir fangar úr ísraelskum fangelsum.

Rúta með tuttugu farþegum valt út af veginum um Hellisheiði á tíunda tímanum í morgun. Enginn slasaðist alvarlega.

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir mjög alvarlegt gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Þýskalandi í vikunni. Samtökin séu í nánu sambandi við Matvælastofnun og fundi með ráðherra í vikunni.

Íbúar við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur hafa kært leyfi um hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil á Heimsmeistaramótinu eftir stórsigur á Kúbu í gærkvöldi. Framundan er afar mikilvægur leikur gegn Slóveníu annað kvöld.

Frumflutt

19. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,