ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28.mars 2025

Óttast er að hundruð hafi látist í öflugum jarðskjálfta í Asíu í morgun. Upptökin voru í Mjanmar en hann fannst víðar. Í Bangkok, höfuðborg Taílans, hrundi skýjakljúfur í byggingu á örfáum sekúndum.

Héraðsdómur dæmdi ríkið í morgun til að greiða Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, tæplega 40 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Hann afplánaði dóm vegna efnahagsbrots sem hann var sýknaður af níu árum síðar.

Ríkisstjórnin kynnir fjármálaáætlun eftir helgi. Stuðst er við nokkrar hagræðingartillögur sem komu fram í samráði ríkisstjórnarinnar við almenning og stofnanir.

Málaflokkur réttindalausra hælisleitenda færist til dómsmálaráðuneytisins þegar samningur félagsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um gistiskýli fyrir hópinn rennur út. Rauði krossinn hefur áhyggjur af rofi í þjónustunni.

Ný ríkisstjórn tekur við á Grænlandi í dag og varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur í heimsókn til landsins síðdegis.

Fulltrúar Reykjavíkurborgar, ASÍ OG BSRB undirrituðu í morgun samkomulag um að flýta uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og auka framboð.

Lögreglan varar við vasaþjófum í miðborg Reykjavíkur, sem steli úr vösum og bakpokum ferðamanna, til dæmis við Hallgrímskirkju.

Níu bændur á Hérað reisa í sumar kornþurrkunarstöð fyrir Austurland. Kúabóndi sem hefur ræktað fóðurkorn í tíu ár segir þetta byltingu sem geti orðið til þess að kornrækt aukist í fjórðungnum og innflutningur minnki.

Tindastóll varð í gærkvöldi deildarmeistari karla í körfubolta. Fyrirliði liðsins segir að Skagfirðingar ætli sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn aftur.

Frumflutt

28. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,