ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12.apríl 2025

Fjórir ungir menn voru fluttir á Landspítala með þyrlu og sjúkraflugi eftir alvarlegt bílslys skammt frá Hofsósi í gærkvöld. Þrjátíu ungmenni voru við slysstað og fengu áfallahjálp

Íranir og Bandaríkjamenn komu saman til fundar í Óman í dag til að ræða kjarnorkuáætlun Írans. Bandaríkjaforseti hefur hótað hernaðaraðgerðum ef ekki tekst að ná samkomulagi.

Yfir 220 manns eru á lista lögreglu yfir þá sem dvelja ólöglega hér á landi. Í flestum tilvikum eru þetta hælisleitendur sem hafa fengið synjun en ekki yfirgefið landið.

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir það ekki koma á óvart að engin hvalveiðivertíð verði í ár. Hvalkjötsneysla hafi minnkað í Japan og þarlendir vilji sitja sjálfir að markaðnum. Löngu tímabært sé að endurskoða lög um hvalveiðar, sem séu orðin nærri áttatíu ára gömul.

Kennarar og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands segir í yfirlýsingu að ákvörðun ákvörðun barna- og menntamálaráðuneytisins um að nemendur skólans geti lokið námi sínu við Tækniskólann endurspegli þekkingarleysi og sé valdníðsla.

Hornafjörður varð nýverið fjórða sveitarfélagið til að fá viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag. Opnunartími sundlauga hefur verið lengdur og nýjar gönguleiðir hannaðar sérstaklega fyrir börn.

Frumflutt

12. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,