ok

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. desember 2023

Stuðningur Evrópusambandsins við Úkraínu verður aðalmálið á leiðtogafundi sambandsins sem hófst í Brussel í morgun. Til hefur staðið að bjóða Úkraínu í aðildarviðræður, en Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands segir ótímabært að taka það skref.

Danska lögreglan segist hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás í morgun þegar ráðist var í umfangsmiklar lögregluaðgerðir víða í Danmörku. Forsætisráðherra Dana segir hryðjuverkaógnina eins mikla og hún geti orðið.

Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í annað skipti í morgun, til að krefjast betri kjara. Vinnustöðvunin hafði mikil áhrif á flugumferð og flugferðum fjölmargra farþega var aflýst eða seinkað.

Þess var krafist á Alþingi í morgun að menntamálaráðherra axlaði ábyrgð á slæmu gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunni.

Rannsókn á manndrápsmálinu í Bátavogi er lokið og hefur því verið vísað til héraðssaksóknara.

Lionel Messi, Taylor Swift og Andrew Tate vöktu mestan áhuga hjá Íslendingum á árinu samkvæmt upplýsingum frá Google.

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,