Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. júní 2024

Rúmlega fjögur hundruð misstu vinnuna í sex hópuppsögnum í maí. Vinnumálastofnun hefur ekki verið tilkynnt um svo margar uppsagnir síðan í byrjun covid-faraldursins. Forstjóri stofnunarinnar telur það þó ekki vera til marks um samdrátt á vinnumarkaði.

Vegagerðin býr sig undir sinna vetrarþjónustu í hríðarveðri á Norður- og Austurlandi í vikunni. Norðvestanstormur gengur inn á landið norðaustanvert í kvöld og stendur óvenju lengi.

Forsætisráðherra segir umhugsunarvert frambjóðendur í forsetakosningunum hafi gefið í skyn embættið valdaembætti. Kosningabaráttan hafi verið skrautleg á köflum.

Enn gýs af sama krafti við Sundhnúksgíga. Vel er fylgst með hrauntjörnum sunnan við gossprunguna.

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla við Alþingi í dag. Eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn beitti lögregla piparúða gegn mótmælendum. Aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, neitar því mótmælin hafi verið friðsöm.

Lögreglan í Hafnarfirði hefur enn ekki fundið mann sem hefur veist börnum í bænum. Margar ábendingar hafa borist.

Claudia Sheinbaum var í gær kosin forseti í Mexikó, fyrst kvenna. Kosið var í skugga mikillar ofbeldisöldu. Tuttugu frambjóðendur til sveitarstjórna voru drepnir.

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,