Bandaríkjaforseti boðar tuttugu og fimm prósenta 25% tolla á allar innfluttar vörur frá Evrópusambandinu, það hafi verið stofnað til að rugla í Bandaríkjunum.
Talsmaður Evrópusambandsins segir náið samráð sé við samstarfsríki á borð við Ísland og Noreg, of snemmt sé að segja til um mótaðgerðir.
Hart tollastríð vekur utanríkisráðherra ugg. Hún leggur áherslu á að Ísland standi með öðrum EES-ríkjum.
Forseti Alþýðusambandsins segir sjálfsagt að skoða hvort sambandið geti farið sömu leið og kennarar í næstu samningum. Fleiri eigi útistandandi skuldir hjá viðsemjendum og mörg störf séu vanmetin
Verðbólga er fjögur komma tvö prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Skörp hækkun matvælaverðs vekur helst athygli hagfræðings, sem býst við að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði.
Ferðaþjónustubóndi fullyrðir að tillögur um að setja Hamarsvirkjun í verndarflokk byggist á rangfærslum. Virkjunin hafi ekki neikvæð áhrif á ferðaþjónustu heldur jákvæð því auðveldara verði að komast í Hamarsdal. Náttúrverndarsinnar segja að lítil umferð réttlæti ekki fórnina.
Bandaríski stórleikarinn Gene Hackman er látinn, hann var ein skærasta stjarna Hollywood á áttunda og níunda áratugnum. Eiginkona hans fannst einnig látin.
Fram og Stjarnan eru komin í bikarúrslit karla í handbolta. Undanúrslit kvenna eru í kvöld.