Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. desember 2024

Neyðarstig er í gildi hjá Matvælastofnun vegna fuglaflensu sem greindist í kalkúnum á Auðsholti í Ölfusi. Yfirdýralæknir segir maður sem sinnti veikum fuglum hafi líka unnið á öðrum búum með tilheyrandi smithættu.

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram eftir hádegi. Formaður Flokks fólksins segir viðræðurnar gangi framar vonum.

Þverrandi líkur eru á því forseti Suður-Kóreu verði ákærður til embættismissis. Hundrað og fimmtíu þúsund mótmælendur eru saman komnir við þinghúsið í Seúl og krefjast sakfellingar eftir forsetinn setti herlög á í vikunni.

Verulega skortir á snjómokstur til helstu ferðamannastaða á Norðurlandi. Talsmaður ferðaþjónustunnar þar segir engu líkara en stjórnvöld hafi ekki trú á því sem ferðaþjónustan gera fyrir norðan.

Gerðar voru áttatíu og fimm þúsund tilraunir til netárása á tölvukerfi stofnana í Rúmeníu á meðan fyrri umferð forsetakosninga fór fram í vikunni. Báðir frambjóðendurnir sem fengu flest atkvæði gagnrýna ógildingu kosninganna.

Von er á sunnanstormi og asahláku víða á landinu á morgun. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðvestanverðu landinu í nótt og snemma í fyrramálið.

Stefnt er opnun skíðasvæðisins í Bláfjöllum í vikunni. Hlýindin gætu þó seinkað því hægt komast á skíði.

Frumflutt

7. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,