Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. október 2024

Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir suðurhluta Beirút í nótt og segja blaðamenn nóttin hafi verið erfiðasta frá því árásirnar hófust. Herinn réðist einnig á mosku og skóla á Gaza.

Landsfundur VG afgreiðir eftir hádegið ályktun um hvort slíta beri ríkisstjórnarsamstarfinu. Formaður flokksins segir ýmsar breytingatillögur hafi komið fram við þá tillögu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir sögulega lágt fylgi mjög alvarlegt mál fyrir flokkinn. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Beinn sparnaður af því endurskoða lyfjagjöf sjúklinga reglulega gæti numið um þremur milljörðun á ári mati öldrunarlæknis á Landspítala.

Byrjað er bólusetja við MPX-veirusýkingunni í Kongó, þar sem yfir þrjátíu þúsund hafa greinst og yfir þúsund látist úr sjúkdómnum.

Donald Trump hélt kosningafund í borginni Butler í Pennsylvaníuríki í gær, á sama stað og byssumaður reyndi ráða hann af dögum í sumar. Hann þakkaði náð guðs fyrir vera á lífi.

Hver króna sem fjárfest er í menningu og skapandi greinum þrefaldast í hagkerfinu, samkvæmt útreikningum menningarráðuneytisins. Beint framlag menningar til hagkerfisins nam 150 milljörðum á síðasta ári.

Frumflutt

6. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,