Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. maí 2024

Um helmingur grunnskólabarna úr Grindavík hefur þegið sálfræðiaðstoð eða annan sálrænan stuðning eftir rýmingu bæjarins í fyrra.

Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á borgina Rafah á suðurhluta Gaza, þrátt fyrir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag í gær.

Formaður bæjarráðs Ölfuss harmar ákvörðun Ísfélagsins hætta starfsemi í Þorlákshöfn. Fiskvinnslunni verður lokað í haust og hefur öllum þar sem vinna verið sagt upp.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins vill aðildarríki slaki á þeim kröfum Úkraínumenn megi ekki beina vopnum sem þau fái frá vesturveldum hernaðarlegum skotmörkum í Rússlandi. Afar erfitt fyrir Úkraínumenn verjast þegar slíkt bann er í gildi.

Mikil ólga er á meðal foreldra í Sandgerði vegna leikskólans Sólborgar. Óttast er mygla hafi tekið sig upp á í skólanum, en húsið var lagfært fyrir um ári síðan.

Hiti fór yfir 20 gráður á þremur stöðum á landinu núna í hádeginu. Veðurfræðingur hvetur fólk til njóta sumarblíðunnar því kuldaskil ganga yfir landið um miðja vikuna.

Frumflutt

25. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,