Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. janúar 2025

Varaforseti Venesúela er tekinn við sem forseti landsins. Bandaríkjaforseti segir það verða varaforsetanum dýrkeypt verði hún ekki samvinnufús. Forveri hennar, Nicolás Maduro, kemur fyrir dómara í New York síðdegis og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætlar funda um atburðina í Venesúela.

Láti Bandaríkjamenn til skarar skríða á Grænlandi setur það Ísland í erfiða stöðu. Vendingar síðustu daga voru ræddar á fundi utanríkismálanefndar í morgun.

Nýr vegur yfir Hornafjarðarfljót verður ekki opnaður fyrr en í vor en hann átti opna fyrir áramót. Vonir höfðu staðið til þess hægt yrði hleypa á hann umferð fyrir áramót.

Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað til Landsréttar sextán ára fangelsisdómi sem hún fékk fyrir bana föður sínum og ráðast á móður sína.

Íslenskur nemandi býst ekki við því nám í gjaldþrota flugskóla í Noregi endurgreitt. Skólinn hefur verið í samstarfi við Icelandair.

Þýsk kona sem smyglaði fimmtán kílóum af ketamíni og fimm kílóum af MDMA-kristöllum til landsins með Norrænu í september hefur verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Lögreglan hefur aldrei lagt hald á svo mikið af ketamíni í einu.

Ruben Amorim var í morgun sagt upp sem þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Skotinn Darren Fletcher tekur við liðinu til bráðabirgða.

Frumflutt

5. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,